Garn í mörgum litum

Við erum alltaf að framleiða garn og litirnir eru einstakir. Hver flík prjónuð úr garninu okkar fær sinn einstaka lit sem ekki er hægt að finna í öðrum garnbúðum.

Tröllaband

Hér gerast ævintýrin. Tyrfingur Sveinsson komst í ham við tröllabandið og bjó til geggjaða blöndu. Lítur út eins og klettar eða marmari.

Geitafiðudokkur

Anna María Flygenring á þessar fallegu geitafiðudokkur. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að búa þær til fyrir hana. Ofsalega mjúkar og yndislegar. Af fávisku minni aðskildi ég litinn af geitinni, en flestar millur spinna allt saman í einum graut – í staðinn fengum við tvo liti og við vorum báðar ánægðar með útkomuna, ég og Anna.