Kindurnar okkar

Við erum með 280 kindur á fóðrum yfir veturinn. Fullorðnar, gemsa og hrúta. Allt okkar fé er kollótt nema ein sem er ferhyrnd. Allar kindurnar okkar og hrútarnir eru nefndar. Okkar markmið er að vera með fé sem skilar góðum afurðum, en eru fyrst og fremst frekar rólegar – án þess að vera frekar, góðar mæður, heilsuhraustar og vel mjólkandi með fallega og mikla ull í hreinum litum.

Eins og aðrar skepnur eru kindurnar jafnmisjafnar og þær eru margar og sumar verða miklar uppáhaldsskepnur út af misjöfnum ástæðum.

Hrúturinn Dregill er einn þeirra. Hann er reyndar fallinn núna, en þegar hann var á lífi var hann alltaf til í knús og klapp, klór á bak við eyrun eða smá bygghrúgu úr lófa. Aldrei setti hann í okkur hausinn eða heimtaði meira klapp með frekju. Bara blíður og ljúfur. Dætur hans eru margar með þennan rólyndiseiginleika. Framhald…