Snerpa

Þessar eru magnaðar. Þær eru 6 mánaða þegar myndin er tekin.

Sú lengst til vinstri var ofsalega stygg,- ef einhver kom inn í stíu, þá stökk hún upp á hinar kindurnar og hljóp ofan á þeim. Því miður lifði hún ekki nema eitt ár. Hún hét Hnáta.

Sú lengst til hægri er búin að eiga tvö lömb með feldhrút og skilaði þeim hrokkinhærðum og fallegum. Hún heitir Gná.

Þessi í miðjunni er drottningin. Hún náðist á skemmtilega mynd sem ég setti á póstkort og er svo sannarlega virðulegur fulltrúi okkar bús. Frábær móðir, frjósöm og mjólkar vel. Fer fyrir hópnum í leit að góðum högum og er róleg og virðuleg í húsi. Hún heitir Snerpa. Framhald…

<til baka

<upphaf>