Búðin – 100% íslensk ull

Garnið okkar er úr ullinni af kindunum okkar og unnið í smáspunaverksmiðjunni okkar þannig að þú færð 100% íslenskt ullargarn hjá okkur.

Hér getur þú pantað garn með tölvupósti. Skoðaðu síðurnar og sendu mér svo línu um lit og magn sem þig langar að kaupa eða ef þú vilt fá nánari upplýsingar á huldauppspuni@gmail.com  og ég tek vel á móti þér.

Við framleiðum ferns konar garn. Hulduband er tvinnað og eru 200 metrar í 100 grömmum. Dvergaband er þrinnað og eru 100 metrar í 100 grömmum. Dís er tvinnað og eru rúmir 400 metrar í 100 grömmum. Þá framleiðum við líka Tröllaband sem er mjög gróft og töff til dæmis í teppi.

Ég er með fallega litað garn og 100% náttúrulegt garn í öllum fjölbreytileika sauðalitanna.

Hulduband -Litað garn

Hulduband -100% náttúrulegir litir

Dvergaband – Litað garn