Skip to content

Ullarvika á Suðurlandi býður þér í samprjón !

Peysan Silla er nútímaleg íslensk peysa með tvíbandaprjón í berustykki, prjónuð ofanfrá og niður og með styttum umferðum sem gera peysuna klæðilegri. Við erum að setja inn á vefsíðuna prjónapakkningar, bæði í sauðalitum og handlituðu tvíbandi. Panta garnpakka

Sendum heim um allt land

Ég býð upp á persónulega þjónustu þegar kemur að vali á garni. Ef þú ert með ákveðna hugmynd að prjónaflík getur þú sent mér póst og saman finnum við rétta garnið. Ég er með ullargarn sem er einstakt í sinni röð. Garnið er bæði til í sauðalitum og litað með jurtum eða dufti í öllum regnboganslitum. Meira...

Gagnamagnsgarn

Hann er sérstakur liturinn í klæðnaði Daða og gagnamagnsins. Það var því áksorun að fá sama lit á garnið mitt og það tókst. Þú getur pantað Gagnamagnsgarn hjá mér og uppskrift að Gagnamagnssokkum. Við fengum Daða í heimsókn til að taka garnið út og hann var sáttur. Meira ...

Handprjónaðar peysur

Við eigum til nokkrar fallegar ullarpeysur, prjónaðar úr garninu okkar. Það er líka hægt að panta peysu og fá hana prjónaða eftir málum úr þeim litum sem helst er óskað. Sendið tölvupóst á huldauppspuni@gmail.com ef þið viljið panta peysu, eða fá prjónað á ykkur. Meira...

Garnpakki

Ég er búin að útbúa nokkra garnpakka með uppskriftum fyrir yndislega mjúka garnið mitt. Veldu þér pakka og ég sendi um hæl. Meira...

Búðin okkar

Við innréttuðum loftið fyrir ofan smáspunaverksmiðjuna og gerðum litla huggulega garnbúð. Við höfum opið flesta daga vikunnar og ásamt garninu okkar má finna ýmsar vörur sem við höfum unnið úr ullinni okkar. Við bjóðum líka upp á leiðsögn um verksmiðjuna með viðkomu í búðinni. Við höfum fengið marga góða gesti. Meira...

Framleiðslan

Tólf ólíkar vélar Uppspuna Smáspunaverksmiðjunnar fullvinna mjúkt og yndislegt garn úr ullinni af kindum eigendanna og nágranna þeirra. Garnið er 100% íslensk ull í náttúrulegum sauðalitum og til í nokkrum ólíkum grófleikum. Það hentar því í ýmis prjónaverkefni. Til að fá annan lit en sauðalit er garnið litað með jurtalitum eða handlitað með litadufti. Umhverfisvæn hreinsiefni eru notuð við vinnsluna og reynt að nota hvert reifi til fulls.

Hulduband er nefnt í höfuðið á huldukonunni. Það er spunnið úr ull af rangæskum kindum. Það er tvinnað, slitsterkt og yndislega mjúkt. Meira...

Dvergaband er þriggja þráða, eða þrinnað eins og það er kallað. Það hentar ákaflega vel í þykkar peysur sem eiga ða halda hita á fólki sem er mikið úti við. Meira...

Dísin er fínust, eins og álfadísin sjálf. 100 grömm eru milli 440 og 480 metrar. Ávallt er valin lambsull í dísina til að fá sem mýksta hráefnið í hana. Dísin er eingöngu lituð með plöntum. Meira...

Tröllaband heitir í höfuðið á tröllunum. Það er þráðspunnið sem kallað er, en þá er ullin spunnin utan um þráð. Meira...

Dvergasokkar og Huldusokkar. Við bjuggum til sokkagarn sem er sterkt og endingargott en samt sem áður mjúkt, hlýtt og eingöngu úr íslenskri ull. Meira...

Lyppurnar okkar eru gerðar úr 100% íslenskri ull. Við veljum ull sem er falleg á litin, hrein og mjúk. Meira...


 

EnglishIcelandUSA
error: Content is protected !!