Lituð kasmír ull

Þá er geitafiðan komin í garn. Er með eitthvað til sölu. Litaði þrjár hespur í dag til að fá fjölbreytni, en geitin gefur einungis tvo liti. Ætla að prjóna eitthvað fallegt sýnishorn úr þessu. Mér finnst soldið gaman að sjá hvernig geitin kemur út í lit, hún bregst öðruvísi við litnum en ullin alla vega. – Mjög skemmtilegt.

Fylgst með fénu

Eftirlitsferð í kvöldsólinni. Dömurnar eru orðnar vanar bröltinu í mér og forðast bílinn ekki mikið. 🙂