Karfa
100% íslensk framleiðsla

Þegar við vorum með opið hús í lok mars síðastliðnum kom Svavar Halldórsson fulltrúi Icelandic Lamb í heimsókn. Hann flutti nokkur hvatningarorð og færði okkur skjöldinn sem staðfestir að við séum að framleiða vörur úr íslenskum sauðfjárafurðum.
Skjöldurinn var hengdur upp strax um kvöldið og þykir okkur heiður að vera þátttakendur í að efla stöðu sauðfjárafurða á markaði og þannig auka virðingu fyrir sauðkindinni.
Takk Svavar fyrir skjöldinn og hvatningarorðin.

Ljósmynd: Icelandic Lamb
Share on facebook
Share on twitter
Share on email