Vefnaður

Ofið stykkið úr einbandi sem var sérstaklega spunnið samkvæmt óskum þess sem óf, Maja Siska @Icelandisfullofwool. Uppsistöður í S – Ívaf í Z. Vorum báðar ánægðar með útkomuna á bandinu og vefnaðurinn er fádæma flottur og efnið mjúkt. Finnst þetta óskaplega spennandi verkefni. Fyrsti vefnaðurinn sem ég sé úr garni frá mér sem er spunnið sérstaklega fyrir verkefnið. Mjög stolt af útkomunni.

Litlu lömbin leika sér

Þá er sauðburðurinn yfirstaðinn. Lömb og ær una sér saman og þá er hægt að fara á fullt með ullarvinnsluna aftur. Marglitt garn úr 100% ull til sölu.