Skip to content

Þá er geitafiðan komin í garn. Er með eitthvað til sölu. Litaði þrjár hespur í dag til að fá fjölbreytni, en geitin gefur einungis tvo liti. Ætla að prjóna eitthvað fallegt sýnishorn úr þessu. Mér finnst soldið gaman að sjá hvernig geitin kemur út í lit, hún bregst öðruvísi við litnum en ullin alla vega. - Mjög skemmtilegt.

Eftirlitsferð í kvöldsólinni. Dömurnar eru orðnar vanar bröltinu í mér og forðast bílinn ekki mikið. 🙂

Góð mæting og notaleg stemning á fyrsta prjónakvöldinu okkar. Sumar prjónuðu hálfan sokk, aðrar kláruðu næstum tvær umferðir í sjali sem taldi eitthvað um 1000 lykkjur. Kærar þakkir fyrir komuna allar konur og eini kall 🙂

Smölun og réttir á Holtamannaafrétti. Ágætar heimtur og féð fallegt að vanda. Frábær réttardagur í gær.

IcelandUSA
error: Content is protected !!