Skip to content

Vinkonur mínar í Þingborg Ullarvinnsla verða með opið hús næsta laugardag (1. des.) milli 10 og 16. Ég ætla að gera það líka.😊 Tvær feikna góðar ástæður til að renna við. Mikið úrval af vörum og hægt að uppfylla jólaósk hvaða prjónara sem er. 🙂

Sunnudaginn 2. des er aðventuhátíð kvenfélaganna á Laugalandi í Holtum. Þar má oft finna góðar og nytsamlegar jólagjafir og versla beint við handverksfólkið. Ég ætla af því tilefni að hafa opið hjá mér á sunnudaginn milli 12:00 og 15:00. Það er svo upplagt að koma við á báðum stöðum. 😊 sjáumst.

Óþvegin lambsull til sölu. Dásamlega mjúk og skemmtilega dökk í endana. Hentar því sérlega vel í handspuna og lokkaspuna. 1,8 kg kostar 10.000,- með sendingarkostnaði. Hafðu samband: huldauppspuni@gmail.com

 

IcelandUSA
error: Content is protected !!