Karfa
Féð á fjall

Í byrjun júlí fóru kindurnar okkar í ferðalag til fjalla. Þangað fara þær árlega og við sjáum þær aftur í haust.

Við þurfum að keyra ansi langt með þær og það tekur allan daginn að fara, svo það er alltaf ánægjulegt þegar veðrið er gott. Það var svo sannarlega gott þegar þessi ferð var farin í ár. Nú eru allar sem eiga að fara á fjall farnar í sumarsæluna og koma ekki aftur heim fyrr en í haust.

Féð sett á kerrur og vagna.
Tvær hæðir fyrir kindurnar í hestakerrunni.

Fyrst er kindunum sleppt innan girðingar, svo lömbin finni mæður sínar aftur eftir ferðalagið, áður en þær fá að fara út í frelsið.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email