Stephen West kom til okkar í dag. Það var frekar gaman. Sumir fengu stjörnur í augun. 🤩
Kristy Glass youtube stjarna var líka. 😊
Dís í haustlitum
Haustið nálgast með uppskeru og huggulegum litatónum. Dísin ætlar að prófa nýja liti í vetur til skreytingar með sauðalitunum. 🥰
Garnhillurnar fyllast af litaðri dís og Huldubandi. Hægt að setja saman ýmsar litasetteringar. 😊
Hvað viltu hanna úr Tröllabandi?
Tröllabandið er ansi skemmtilegt og má nota í ýmislegt. 😊 Um leið og þú færð það í hendurnar langar þig til þess að hanna eitthvað nýtt og spennandi.
Dísarpeysa
Nýi liturinn í dísinni kemur vel út í einlitri barnapeysu. Svooo mjúk að mig langar að troða mér í hana. Verð líklega að prjóna eina í fullorðinsstærð. 🥰😮😇