Karfa

Áttblaðahúfa (uppskrift) Rosepatternhat (pattern)

Þessi uppskrift er með hinni hefðbundnu áttblaðarós.
Uppskriftin er einföld og hægt er að leika sér með litasamsetningar og nota afgangsgarn. Setja doppur í kollinn eða enda á öðrum lit eða munsturlitnum og þú ert kominn með nýja útgáfu af húfunni.
Það er líka auðvelt að minnka hana, bara fækka lykkjum um 16 eða nota minni prjóna. Húfan er frekar stór, en ef þið viljið stækka hana má sömuleiðis fjölga lykkjum um 16 og húfan verður víðari.
Að gera hana dýpri er líka einfalt. Þá bætir þú bara við umferðum áður en munstrið byrjar og / eða áður en þú ferð að taka saman í toppinn.
Þetta er ein af uppáhaldsuppskriftunum mínum og ég prjóna hana mjög oft þegar ég ferðast.

Þegar þú kaupir þessa vöru færðu pdf skjal með uppskriftinni sem þú getur hlaðið niður og prentað út. Uppskriftin er bæði á ensku og íslensku og það þarf ekki að velja tungumál.

Ef einhver vandræði verða við að kaupa, hlaða niður eða nota uppskriftina má senda póst á hulda@uppspuni.is og fá aðstoð.

6

Additional information