Skip to content

Álún – kynning

Þegar litað er með jurtum, þarf oftast nær að nota festi fyrir litinn. Það sem hefur gefist best er svokallað álún, sem er hvítt saltkennt duft. Það er hitað að suðu og síðan er ullin sett út í og látið malla við suðumark í klukkustund. Kælt í vökvanum. Þegar það er orðið kalt er það tekið upp úr og skolað áður en það er sett í litunarvökvann. Nauðsynlegt er að skola ullina áður en hún fer í litinn, til að losna við umfram álún sem bindur lit og tekur þannig frá ullinni sem verið er að lita.

Álún er einnig efni sem notað er við sútun á skinnum.

Við höfum álún til sölu hjá okkur í 500 gramma og 1000 gramma pakkningum.

EnglishIcelandUSA
error: Content is protected !!