


Hér er smá innlit í fjárhúsið. Lífið er ekki bara garn. Sem betur fer fær maður líka að njóta samvista við þá sem eru uppspretta hráefnisins. 😍😊🐑🐏
Í byrjun júlí fóru kindurnar okkar í ferðalag til fjalla. Þangað fara þær árlega og við sjáum þær aftur í haust.
Við þurfum að keyra ansi langt með þær og það tekur allan daginn að fara, svo það er alltaf ánægjulegt þegar veðrið er gott. Það var svo sannarlega gott þegar þessi ferð var farin í ár. Nú eru allar sem eiga að fara á fjall farnar í sumarsæluna og koma ekki aftur heim fyrr en í haust.
Fyrst er kindunum sleppt innan girðingar, svo lömbin finni mæður sínar aftur eftir ferðalagið, áður en þær fá að fara út í frelsið.
Fyrstu lömbin komu í heiminn á páskadag. Annasamur tími framundan.
Í gær var rúningsdagur. En þessi rúningur er meira fyrir kindurnar, þeim líður betur og nú verður ullin í haust geggjuð.
Eftirlitsferð í kvöldsólinni. Dömurnar eru orðnar vanar bröltinu í mér og forðast bílinn ekki mikið. 🙂