Daði kom og tók út Gagnamagnsgarnið. 😊 Var bara sáttur við útkomuna. Ætlar að fara að prjóna... ábyggilega 🤔😇.
Category: Garnið
Litadýrð
Gagnamagnsgrænt garn
Daði og Gagnamagnið komust áfram í Júróvisjón. 😊🎵🎶🎵 Björg móðir hans tók sér smá frí frá textílkennslunni og vinnur hjá Uppspuna þessa dagana. Í búðinni okkar má finna fallegar keramik vörur eftir hana. En auðvita urðum við að búa til Gagnamagnsgarn sem er fagurgrænt eins og peysan hans Daða 😊 Fyrstu tilraunir komnar á keilu 😊 og ég prjónaði þessa líka fínu gagnamagnsskokka 😀 Áfram Daði!
Á vit norðurljósanna
Nýtt sokkagarn á leiðinni – huldusokkar
Nýtt sokkagarn er að verða tilbúið í sölu. Fínna en dvergasokkarnir og á að heita huldusokkar. Erum að prófa pakkningar og merkingar. Komin með þrjá liti og þrjár mögulegar merkingar. Nú er bara að velja (mhm... 🤔🤔🤔) og setja svo í prentun.
Ofið sjal og Haruni sjal úr garninu frá okkur
Langar að sýna ykkur tvær gersemar úr garni frá okkur. Annars vegar ofið sjal úr einbandi fyrir dís. Spunnið með nokkuð stífum snúð í sitthvora áttina fyrir uppistöður og ívaf. Guðrún Kolbeins Jónsdóttir litaði garnið og óf.
Hins vegar HARUNI sjal sem Jórunn Eggertsdóttir, tengdamamma prjónaði úr dís sem ég sérlitaði fyrir hana. Hvort öðru fallegra og yndislegra að vera með. Í mínum huga ómetanleg djásn.
Nýtt garn á nýju ári
Þegar kalt er úti er fátt yndislegra en þykkir og hlýir ullarsokkar. Dvergasokkagarnið hefur algjörlega sannað sig og er mjög vinsælt í endingargóða sokka. Eingöngu ull og ekkert plast til að styrkja, heldur aðferðin við vinnsluna sem gefur styrkinn.
Á nýju ári kemur fínna sokkagarn frá okkur sem mun heita huldusokkar og er jafnþykkt og huldubandið. Það verður spennandi að heyra hvernig fólki líkar við það. 🧦🧦🥾