Opið næsta sunnudag

Sunnudaginn 2. des er aðventuhátíð kvenfélaganna á Laugalandi í Holtum. Þar má oft finna góðar og nytsamlegar jólagjafir og versla beint við handverksfólkið. Ég ætla af því tilefni að hafa opið hjá mér á sunnudaginn milli 12:00 og 15:00. Það er svo upplagt að koma við á báðum stöðum. 😊 sjáumst.

Litríkt veður


Það er svoooo fallegt veður. Fór með þessar út að viðra þær eftir litunarbaðið og smellti af.

 

Litríkar dásemdir

Mislitt garn sem dugar í handstúkur og mislitir hnappar til að skreyta, ásamt uppskrift. Seldist strax upp.