Við förum á Handverkshátíðina í Eyjafjarðasveit

Þannig að vikuna 6.-11. ágúst er lokað hjá okkur í Uppspuna.

Við förum á handverkshátíðina á Hrafnagili. Á meðan hún fer fram verður lokað hjá okkur í Uppspuna, því ég ætla að taka svo mikið með mér.  Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér: https://www.esveit.is/handverkshatid/um-hatidina/kynning Sjáumst á Hrafnagili!

Ár frá því að vélarnar fóru í gang

Eitt ár liðið síðan vélarnar voru settar í gang. Þá fórum við með féð á fjall í þvílíkri blíðu. Einn sveitungi okkar fór með konuna sína í rómantíska bílferð til fjalla. Í einum litlum polli var vegurinn annars staðar en bíllinn hans og því fór sem fór.
Ég náði ekki að losa hann – en það gátu aðrir með víðtækari útbúnað.

 

Viltu fá garn úr ullinni af þinni eigin kind? Ekkert mál. Við reddum því.

Til að fá ull unna í band er einfaldast að hafa samband á póstfangið: huldauppspuni@gmail.com eða hringja í síma 846-7199 og við gerum samning um hvernig þú vilt fá ullina þína unna.

Ekki má senda ull til okkar nema hafa samband fyrst.

Hér getur þú sótt leiðbeiningar um meðhöndlun ullarinnar heima og hvaða þjónustu við veitum. Þá getur þú líka sótt gildandi verðskrá:

Leiðbeiningar

Verðskrá maí 2018