Við förum á Handverkshátíðina í Eyjafjarðasveit

Þannig að vikuna 6.-11. ágúst er lokað hjá okkur í Uppspuna.

Við förum á handverkshátíðina á Hrafnagili. Á meðan hún fer fram verður lokað hjá okkur í Uppspuna, því ég ætla að taka svo mikið með mér.  Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér: https://www.esveit.is/handverkshatid/um-hatidina/kynning Sjáumst á Hrafnagili!

Ár frá því að vélarnar fóru í gang

Eitt ár liðið síðan vélarnar voru settar í gang. Þá fórum við með féð á fjall í þvílíkri blíðu. Einn sveitungi okkar fór með konuna sína í rómantíska bílferð til fjalla. Í einum litlum polli var vegurinn annars staðar en bíllinn hans og því fór sem fór.
Ég náði ekki að losa hann – en það gátu aðrir með víðtækari útbúnað.