Skip to content

Dís

Lambsull er valin í dísina

Allt okkar garn er nefnt eftir álfum og huldufólki. Dís er fínust, eins og álfadísin sjálf. 100 grömm eru milli 440 og 480 metrar. Getur verið örlítið mismunandi eftir ullinni sem við vinnum hverju sinni, en ávallt er valin lambsull í dísina til að fá sem mýksta hráefnið í hana.

Þráðurinn er afar fínn

Dís er tvinnuð og þráðurinn er afar fínn. Garnið hentar sérstaklega vel í sjöl og er þá prjónað á stærri prjóna en gefið er upp fyrir garnið. Yfirleitt er mælt með prjónastærð 1,5 – 2,5 fyrir almennar flíkur, en sjöl verða sviflétt og loftkennd ef dísin er prjónuð á prjóna nr 4,5.

Garn litað eingöngu með plöntum

Dís er í þeim sauðalitum sem lömbin gefa hverju sinni, en örlítið hefur verið litað af henni, og þá svo til eingöngu með plöntum. Lúpínan gerir hana fallega gula og birkilauf gefur dimmari gulan lit. Í gráu garni virðist liturinn af birki og lúpínum verða grænn.

Þrátt fyrir að vera svona fínspunnið, er garnið sterkt og það er gríðarlega gaman að prjóna úr því. Hendurnar eru stöðugt í mjúku efninu og fingurnir verða mjúkir af lanólíninu sem er enn til staðar eftir varfærna meðhöndlun í vélunum okkar.
Þú verður ekki fyrir vonbrigðum að prjóna úr dís.

EnglishIcelandUSA
error: Content is protected !!