Skip to content

Garnpakkning

Ég er búin að útbúa nokkra garnpakka með uppskriftum fyrir yndislega mjúka garnið mitt. Veldu þér pakka og smelltu á pöntunarhnappinn. Þá opnast pósturinn þinn og þú sendir okkur nafn og heimilisfang. Ég sendi svo pakkann um hæl.

Hipsum-haps sjal

Hipsum-haps sjal er gert úr dís, mjúkt og fíngert. Hægt er að velja um tvenns konar garnpakkningar, litaða eða gráa.

Hipsum-haps sjal, litað

Hipsum-haps sjal, litað

Í pakkanum eru fimm dokkur af dís ásamt uppskrift á íslensku. Yfirleitt er mælt með prjónastærð 1,5-2,5 fyrir almennar flíkur, en sjöl verða sviflétt og loftkennd ef dísin er prjónuð á prjóna nr. 4,5. Ath. prjónar fylgja ekki með en hægt að panta þá sérstaklega.
Verð: 4.800 kr. án sendingarkostnaðar.

Hipsumhaps sjal, grátt

Hipsumhaps sjal, grátt

Í pakkanum eu fimm dokkur af dís ásamt uppskrift á íslensku. Yfirleitt er mælt með prjónastærð 1,5-2,5 fyrir almennar flíkur, en sjöl verða sviflétt og loftkennd ef dísin er prjónuð á prjóna nr. 4,5. Ath. prjónar fylgja ekki með en hægt að panta þá sérstaklega.

Verð: 4.800 kr. án sendingarkostnaðar.

Vettlingar – fullorðins

Vettlingar - fullorðinsVettlingar, fullorðinsVettlingarnir eru prjónaðir með Huldubandi. Hægt er að velja um tvær pakkningar, hæruhvíta og milligráa. Í pakkningunni er uppskrift og 100 gr. af Huldubandi.

Vettlingar, hvítir

Vettlingar, hvítir

Í pakkningunni er garn af Huldubandi eins og þarf í parið, ásamt uppskrift. Prjónastærð: 3,5 - 4,0 mm. Prjónar eru ekki innifaldir en hægt er að panta þá sérstaklega.
Verð: 2.500 kr. án sendingarkostnaðar.

Vettlingar, gráir

Vettlingar, gráir

Í pakkningunni er garn af Huldubandi eins og þarf í parið, ásamt uppskrift. Prjónastærð: 3,5 - 4,0 mm. Prjónar eru ekki innifaldir en hægt er að panta þá sérstaklega.
Verð: 2.500 kr. án sendingarkostnaðar.

Handstúkur

Ég býð upp á tvenns konar pakkningar af handstúkum. Annars vegar stórar og er það uppskrift fyrir unglinga og fullorðna og hins vegar minni sem passar á börn og fíngerðar hendur.

Handstúkur stórar

Handstúkur stórar

Í pakkanum er 1 ljósgrá dokka af Huldubandi, ásamt uppskrift á íslensku. Prjónastærð: 3,5 mm

Verð: 1.400 kr. án sendingarkostnaðar.

Handstúkur minni

Handstúkur minni

Í pakkanum er 1 ljósgrá dokka af Huldubandi, ásamt uppskrift á íslensku. Prjónastærð: 3,5 mm

Verð: 1.200 kr. án sendingarkostnaðar.

EnglishIcelandUSA
error: Content is protected !!