Skip to content

Peysan Silla

Garnpakkning I, Stærð S til L

Garnpakkningin inniheldur 525 gr af Huldubandi. 400 gr af aðallit og 125 gr í munstur. Litasamsetninguna má sjá á myndunum hér neðar. Sendu mér línu á netfangið huldauppspuni@gmail.com  og segðu mér bókstafinn á þeirri samsetningu sem þú óskar eftir.
Verð á pakkanum er 14.000 kr. án sendingarkostnaðar og er uppskrift innifalin. Ef 2 pakkar eru keyptir fellur sendingarkostnaðurinn niður.

ATH. Einungis 1 eða 2 litasamsetningar eru í boði í hverjum bókstaf þar sem garnið er sérstaklega litað af þessu tilefni. Því verður peysan þín alveg einstök 🙂

Peysan Silla

Garnpakkning II, Stærð XL til XXL

Garnpakkningin inniheldur 625 gr af Huldubandi. 500 gr í aðallit og 125 gr í munstur. Litasamsetninguna má sjá á myndunum hér neðar. Sendu mér línu á netfangið huldauppspuni@gmail.com  og segðu mér bókstafinn á þeirri samsetningu sem þú óskar eftir.
Verð á pakkanum er 16.000 kr. án sendingarkostnaðar og er uppskrift innifalin. Ef 2 pakkar eru keyptir fellur sendingarkostnaðurinn niður.

ATH. Einungis 1 eða 2 litasamsetningar eru í boði í hverjum bókstaf þar sem garnið er sérstaklega litað af þessu tilefni. Því verður peysan þín alveg einstök 🙂

Fjallmannapakki

Fjallmannapakki sem passar í ullarsokka, húfu og vettlinga. Í pakkanum er 200m dvergasokkagarn ásamt smáhespu í lit fyrir rendur sem er nóg í sokka nr 45 og 200gr af huldubandi í tveimur litum sem tóna við sokkana fyrir húfu og vettlinga. Nokkrar litasamsetningar má sjá hér, en það má alveg breyta eftir óskum.
Verð á pakkanum er 11.090 kr. með sendingarkostnaði. Ef 2 eða fleiri pakkar eru keyptir fellur sendingarkostnaðurinn niður.
Hafðu samband í tölvupósti huldauppspuni@gmail.com og við finnum saman hvað þér hentar.

Upplýsingar um sendingarkostnað

Sendingarkostnaður getur verið frá 990 kr. til 1290 kr. Sjá nánar hér: Póstþjónusta - verðskrá

Hafalda

Yndislega létt og lipurt sjal prjónað úr dís. Í pakkanum er uppskrift af sjalinu ásamt dísargarni í sömu litum og eru á myndinni.

ATH. Þú getur líka  óskað eftir litasamsetningu að eigin vali!

Verð: 8000 kr. án sendingarkostnaðar.

Veldu þína uppáhaldsliti í Haföldu sjalið

Gagnamagnssokkar

Í pakkanum er garn í sokkapar ásamt uppskrift. Verð: 4700 kr. án sendingarkostnaðar.

Fjölbreytt litaúrval

Sokkaband

Hér á þriðju mínútu má sjá fréttamanninn reyna að slíta garnið 🙂

Við spinnum níðsterkt sokkagarn úr 100% íslenskri ull og nýtum okkur einstaka eiginleika íslensku ullarinnar til að ná fram mögnuðum styrk í garnið og auka endingu sokkanna. Það er illmögulegt að slíta það eins og fréttamaður N4  fékk að reyna. Sokkar úr þessu garni eru sérstaklega hlýir og þó svo að við notum allt togið í garnið, þá eru þeir samt svo mjúkir að þú vilt helst ekki fara úr þeim. Nú getur þú pantað pakka af garni sem hentar í sokka á fullorðinn.

 

Sokkaband, sauðalitir

Sokkaband, sauðalitir

Nú getur þú pantað pakkningu af þessu sokkagarni, sem við köllum dvergasokka, en í henni er nægilegt magn í eitt par af sokkum fyrir stærð 45 eða tvenna barnasokka. Settu með í póstinn hvaða lit þú vilt hafa á garninu. Í boði er: brúnn, grár, svartur og hvítur.

Verð: 3.800 kr. án sendingarkostnaðar.

Vettlingar – fullorðins

Það er einfalt og sérstaklega gaman að prjóna þessa vettlinga. Í pakkningunni er uppskrift af vettlingum sem ég hannaði og garn sem hentar í vettlingapar fyrir fullorðinn. Ég er með úrval lita; hina vinsælu sauðaliti ásamt lituðu garni. Pantaðu pakka og láttu fylgja með óskalitinn þinn.

 

Hulduvettlingar

Í pakkningunni er garn af Huldubandi eins og þarf í parið, ásamt uppskrift. Litir í boði: hvítur, grár, brúnn, svartur, rauður, grænn, marglitur (rauður), marglitur (appelsínugulur). Þú getur líka sent inn ósk um lit. 

Verð: 2500 kr. án sendingarkostnaðar

Hipsum-haps sjal

Hipsum-haps sjal er gert úr dís, mjúkt og fíngert.

Í pakkanum eu fimm dokkur af dís ásamt uppskrift á íslensku. Yfirleitt er mælt með prjónastærð 1,5-2,5 fyrir almennar flíkur, en sjöl verða sviflétt og loftkennd ef dísin er prjónuð á prjóna nr. 4,5.
Verð: 4.800 kr. án sendingarkostnaðar.

Veldu þína uppáhaldsliti í Hips-um-haps sjalið

Handstúkur

Ég býð upp á tvenns konar pakkningar af handstúkum. Annars vegar stórar og er það uppskrift fyrir unglinga og fullorðna og hins vegar minni sem passar á börn og fíngerðar hendur.

 

Handstúkur stórar

Handstúkur stórar

Í pakkanum er 1 ljósgrá dokka af Huldubandi, ásamt uppskrift á íslensku. Prjónastærð: 3,5 mm

Verð: 1.400 kr. án sendingarkostnaðar.

Handstúkur minni

Handstúkur minni

Í pakkanum er 1 ljósgrá dokka af Huldubandi, ásamt uppskrift á íslensku. Prjónastærð: 3,5 mm

Verð: 1.200 kr. án sendingarkostnaðar.

EnglishIcelandUSA
error: Content is protected !!