Frábærar lyppur í handspunann
Lyppurnar okkar eru gerðar úr 100% íslensk ull. Við veljum ull sem er falleg á litin, hrein og mjúk. Við höfum oftast haft lyppurnar 120 – 150 grömm á hverja 20 metra, en höfum nú byrjað að gera þær þynnri. Þá þarf varla að hugsa á meðan spunnið er af þeim, því þær renna bara í gegnum hendurnar á manni og upp á snælduna á rokknum. Í raun er bara að slaka á og njóta þess að sjá garnið birtast og verða til.
Nokkrar útfærslur af lyppum
Oftast eru þær einlitar og gefa þá bara einn lit í garnið. En við höfum líka haft þær tvílitar og er þá mögulega hægt að gera blandaðan lit úr þeim eða láta hann skiptast á í garninu og gefur það meiri hreyfingu. Svo höfum við stundum sett liti til skiptis, þannig að það eyðist út á milli litatóna og birtast síðan aftur; grátt, svart og grátt í mismunandi styrkleikum og brúnir tónar öðru hvoru. Einnig er hægt að fá þær í fléttum sem rekjast upp þegar spunnið er. Síðast en ekki síst erum við með takmarkað magn af lituðum lyppum sem má nota til að fá garn í mynstur.