Skip to content

Handprjónaðar peysur úr 100% íslenskri ull

Landsmót Hestamanna á að fara fram á Hellu í sumar (2020). Af því tilefni ákváðum við að eiga til nokkrar fallegar ullarpeysur, prjónaðar úr garninu okkar, ef fólk vildi eignast tilbúna peysu úr þessu dásamlega garni. Það er líka hægt að panta peysu og fá hana prjónaða eftir málum úr þeim litum sem helst er óskað. Sendið tölvupóst á huldauppspuni@gmail.com ef þið viljið panta peysu, eða fá prjónað á ykkur. Við tókum myndir af nokkrum peysunum til að sýna ykkur brot af úrvalinu.

Ullarpeysur

Bloggið

Ýmislegt fallegt í litlu búðinni okkar á loftinu

Ýmislegt fallegt í litlu búðinni okkar á loftinu

            Smá af öðruvísi vörum hjá okkur. Við erum ekki bara með prjónagarn og margt skemmtilegt leynist hjá okkur. Sjón...

Framleiðslan

Tólf ólíkar vélar Uppspuna Smáspunaverksmiðjunnar fullvinna mjúkt og yndislegt garn úr ullinni af kindum eigendanna og nágranna þeirra. Garnið er 100% íslensk ull í náttúrulegum sauðalitum og til í nokkrum ólíkum grófleikum. Það hentar því í ýmis prjónaverkefni. Til að fá annan lit en sauðalit er garnið litað með jurtalitun eða handlitað með litadufti. Umhverfisvæn hreinsiefni eru notuð við vinnsluna og reynt að nota hvert reifi til fulls.

Huldubandið er nefnt í höfuðið á huldukonunni. Það er spunnið úr ull af rangæskum kindum. Það er tvinnað, slitsterkt og yndislega mjúkt. Meira…

Dvergaband er þriggja þráða, eða þrinnað eins og það er kallað. Það hentar ákaflega vel í þykkar peysur sem eiga að halda hita á fólki sem er mikið úti við. Meira…

Dísin er fínust, eins og álfadísin sjálf. 100 grömm eru milli 440 og 480 metrar. Ávallt er valin lambsull í dísina til að fá sem mýksta hráefnið í hana. Meira…

Tröllaband heitir í höfuðið á tröllunum. Það er þráðspunnið sem kalla er, en þá er ullin spunnin utan um þráð. Meira…

Við bjuggum til sokkagarn sem er sterkt og endingargott en samt sem áður mjúkt, hlýtt og eingöngu úr íslenskri ull. Meira…

Lyppurnar okkar eru gerðar úr 100% íslenskri ull. Við veljum ull sem er falleg á litin, hrein og mjúk. Meira…

Búðin

Viltu fá garn úr ullinni af þinni eigin kind? Ekkert mál. Við reddum því. Meira…

Við  innréttuðum loftið fyrir ofan smáspunaverksmiðjuna og gerðum litla huggulega garnbúð. Við höfum opið flesta daga vikunnar og er vöruúrvalið alltaf að aukast. Við erum náttúrulega með garnið okkar til sölu ásamt ýmsum öðrum vörum sem við höfum unnið úr ullinni okkar. Meira…

EnglishIcelandUSA
error: Content is protected !!