Prjónakvöld í Uppspuna

Góð mæting og notaleg stemning á fyrsta prjónakvöldinu okkar. Sumar prjónuðu hálfan sokk, aðrar kláruðu næstum tvær umferðir í sjali sem taldi eitthvað um 1000 lykkjur. Kærar þakkir fyrir komuna allar konur og eini kall 🙂

Forvitnar kýr

Kýrnar eru forvitnar og gaman að hafa þær svona nálægt 🙂

Réttir

Smölun og réttir á Holtamannaafrétti. Ágætar heimtur og féð fallegt að vanda. Frábær réttardagur í gær.

Prjónaskapur

Prjónaði húfu úr Huldubandi og hipsumhaps sjal úr Dís eftir uppskrift Maja Siska.