Eldfjallasokkar - Dvergasokkar
Fleiri en eitt virkt eldfjall má finna á Íslandi og mörg þeirra sjáum við út um gluggann hér í Uppspuna. Við virðum krafta náttúrunnar um leið og við dáumst að þeim. Liti, fegurð og krafta má finna hvert sem litið er. Sjónarspilið sem á sér stað þegar glóandi hraun rennur í gegnum ósnortna náttúru gaf okkur innblástur fyrir eldfjallasokkunum. Við eigum þá í tveimur útgáfum. Tvær hnotur í sama hraunglóandi litnum, eða eina hnotu í þeim lit og aðra hnotu í grásvörtum lit kólnandi hrauns. Tvær hnotur þarf í par á fullorðinn. Hægt er að ganga á flest eldfjöllin okkar og komast í návígi við þau þegar þau gjósa og þá er betra að vera vel útbúinn. Í góðum gönguskóm og alvöru sokkum. Garnið í eldfjallasokkunum er sterkt og fullkomið í hlýja og endingargóða göngusokka. Og þó þú komist ekki að eldgosi eða á eldfjall, þá geta litir sokkanna komið þér í þau hughrif sem eldgosum fylgja.
€25 – €28
Additional information
Colour | Glóandi hraunlitir, Svart-og-hraunlitur |
---|