Ullarvikuhúfa
Þessi húfa er prjónuð með tveimur litum - einum grunnlit og einum munsturlit. Við mælum með prjónastærð 3,5-4,5 mm og að bæta við 10 lykkjum þegar Hulduband er notað. Uppskriftin er innifalin í kaupunum.
2.-9. október höldum við Ullarvikuna hátíðlega hér á suðurlandi.
Ullarvikuhúfan var hönnuð fyrir Ullarvikuna 2020, sem sett var á laggirnar til að fagna 30 ára afmæli Þingborgar, en var því miður aflýst vegna heimsfaraldurs. Ullarvikan var hins vegar haldin 2021 í staðinn, og verður haldin aftur í ár, 2022, en við vonumst til að um sé að ræða árlega hátíð. Við hjá Uppspuna erum stolt af því að taka þátt í Ullarvikunni, ásamt Þingborg, Spunasystrum og Félagi íslenskra feldfjárbænda. Markmið Ullarvikunnar er að njóta og fræðast með ullarframleiðendum og handverksfólki sem vinnur með íslenska ull.
€20
Additional information
Litasamsetningar | Mórauður og gulur, Hærusvartur og túrkis, Svartur og grænn, Ljósmórauður og rauðbrúnn, Ljósmórauður og dökkmórauður, Svartur og rauður, Svartur og hvítur |
---|