Karfa

Ullarvikuhúfa

Þessi húfa er prjónuð með tveimur litum - einum grunnlit og einum munsturlit. Við mælum með prjónastærð 3,5-4,5 mm og að bæta við 10 lykkjum þegar Hulduband er notað. Uppskriftin er innifalin í kaupunum.

2.-9. október höldum við Ullarvikuna hátíðlega hér á suðurlandi.

Ullarvikuhúfan var hönnuð fyrir Ullarvikuna 2020, sem sett var á laggirnar til að fagna 30 ára afmæli Þingborgar, en var því miður aflýst vegna heimsfaraldurs. Ullarvikan var hins vegar haldin 2021 í staðinn, og verður haldin aftur í ár, 2022, en við vonumst til að um sé að ræða árlega hátíð. Við hjá Uppspuna erum stolt af því að taka þátt í Ullarvikunni, ásamt Þingborg, Spunasystrum og Félagi íslenskra feldfjárbænda. Markmið Ullarvikunnar er að njóta og fræðast með ullarframleiðendum og handverksfólki sem vinnur með íslenska ull.

20

Additional information

Litasamsetningar

Mórauður og gulur, Hærusvartur og túrkis, Svartur og grænn, Ljósmórauður og rauðbrúnn, Ljósmórauður og dökkmórauður, Svartur og rauður, Svartur og hvítur