Skip to content

Sokkaband

Slitsterkir ullarsokkar

Það er fátt nauðsynlegra en góðir ullarsokkar. Þeir nýtast við öll möguleg tækifæri, eru hlýir, notalegir og detta aldrei úr tísku. En það er gott að hafa þá slitsterka svo ekki þurfi stöðugt að vera að búa til nýja eða gera við göt.

Eingöngu íslensk ull

Við ákváðum því að búa til sokkagarn sem væri sterkt og endingargott en samt sem áður mjúkt, hlýtt og eingöngu úr íslenskri ull, ekkert plast, svo sem nylon eða aðrir styrktarþræðir úr gerviefnum.
Íslenska ullin er einstök með sitt langa tog, sem getur verið svo óskaplega sterkt.

Níðsterkt sokkaband

Þegar við spinnum sokkagarnið, þá veljum við ull með langt og sterkt tog. Við notum ekki hárskiljuna, sem tekur frá hluta af toginu úr garninu okkar. Í sokkagarninu viljum við hafa togið með. Lengdin í því og hvernig við spinnum, gerir það að verkum að úr verður þetta garn sem þú getur ekki slitið, nema finna til í höndunum og því er gott að hafa skæri við höndina.

Við gerum tvennskonar sokkagarn

Annars vegar í sömu þykkt og dvergabandið og því heitir það dvergasokkar. Þú færð sko alvöru ullarsokka úr því, þykka, hlýja, mjúka og endingargóða. 100 metrar eru u.þ.b. 100 grömm.

Hins vegar í sömu þykkt og huldubandið og því heitir það huldusokkar. Það er fínna eða 50 grömm í hverjum 100 metrum. Það er þriggja þráða og spunnið með toglengd og endingu í huga og því einnig slitsterkt og gott, en þú færð örlítið þynnri sokka úr því en dvergasokkunum.

EnglishIcelandUSA
error: Content is protected !!