Skip to content

Spjallið

Anna María Flygenring á þessar fallegu geitafiðudokkur. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að búa þær til fyrir hana. Ofsalega mjúkar og yndislegar. Af fávisku minni aðskildi ég litinn af geitinni, en flestar millur spinna allt saman í einum graut - í staðinn fengum við tvo liti og við vorum báðar ánægðar með útkomuna, ég og Anna.

Við erum komin með örlitla þekkingu á því sem við erum að gera. Ótalmargt höfum við lært og þurft að bregðast við ýmsum uppákomum. Garnið er lang oftast eins og við viljum hafa það og ef ekki, er yfirleitt hægt að gera eitthvað úr hinu. Búið er að prjóna peysur, húfur og sokka úr garninu sem þegar er komið og þær flíkur er mjúkar og hlýjar.

Fólk er byrjað að panta garn.
Fólk er byrjað að panta vinnu á ullinni sinni.
Fólk er byrjað að kíkja inn og kaupa.

Það gerir mann sannarlega bjartsýnan.

IcelandUSA
error: Content is protected !!