Tengdasonurinn Þráinn, ætlar að prjóna peysu úr tröllabandi. Hann er byrjaður og gengur vel 🙂

Tengdasonurinn Þráinn, ætlar að prjóna peysu úr tröllabandi. Hann er byrjaður og gengur vel 🙂
Við erum komin með örlitla þekkingu á því sem við erum að gera. Ótalmargt höfum við lært og þurft að bregðast við ýmsum uppákomum. Garnið er lang oftast eins og við viljum hafa það og ef ekki, er yfirleitt hægt að gera eitthvað úr hinu. Búið er að prjóna peysur, húfur og sokka úr garninu sem þegar er komið og þær flíkur er mjúkar og hlýjar.
Fólk er byrjað að panta garn.
Fólk er byrjað að panta vinnu á ullinni sinni.
Fólk er byrjað að kíkja inn og kaupa.
Það gerir mann sannarlega bjartsýnan.
Gunnhildur setti upp húfur fyrir mig til að taka myndir. Þær voru prjónaðar og hannaðar í vetur. Mynstrið hannaði af mér. Nánanir upplýsingar í pósti: huldauppspuni@gmail.com
Allar vélar hafa verið prófaðar og virka 🙂
Nú er uppsetning vélanna í fullum gangi. Hjá okkur er yndislegur maður frá Kanada að hjálpa okkur að setja vélarnar í gang og kenna okkur að nota þær. Svakalega spennandi og skemmtilegt.