Um okkur

Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson eru eigendur smáspunaverkskmiðjunnar Uppspuna.

Tyrfingur og Hulda í réttum

Við erum bændur á Suðurlandi. Við búum með sauðfé og holdanautgripi. Á veturna eru um 280 ær hjá okkur á fóðrum en á vorin fjölgar fénu um helming.

 

Féð er í heimahögum fram eftir sumri en er keyrt inn á Búðarháls í byrjun júlí. Þaðan er það sótt í byrjun september. Réttir.

Í nóvember er féð tekið inn og þá er það rúið um leið og það kemur í hús. Þannig fáum við tandurhreina og fallega ull í bestu mögulegu gæðum.

Þessa ull spinnum við í band og seljum í Smáspunaverksmiðjunni Uppspuna sem staðsett er á búi okkar.

Á búinu eru líka holdanautgripir. Við eigum 25 kýr sem eru blanda af Galloway, Aberdeen Angus og Íslendingum. Þær eignast kálfa á hverju vori og hafa þá með sér í haganum fram í nóvember en þá eru kálfarnir teknir á hús og kýrnar fá pásu frá mjólkurframleiðslu yfir köldustu mánuðina.

Á búinu okkar erum við með verkstæði þar sem smíðað er úr járni, gert við vélar og fleira sem bilar.

Smáspunaverksmiðjan Uppspuni sem er staðsett að Lækjartúni, 851 Hellu, tók til starfa síðsumars 2017.