Verðskrá

Ullarvinnsla

Til að fá ull unna í band er einfaldast að hafa samband á póstfangið: huldauppspuni@gmail.com eða hringja í síma 846-7199 og við gerum samning um hvernig þú vilt fá ullina þína unna. Ekki má senda ull til okkar nema hafa samband fyrst. Hér getur þú sótt leiðbeiningar um meðhöndlun ullarinnar heima og hvaða þjónustu við veitum. Þá getur þú líka sótt gildandi verðskrá:

Leiðbeiningar um meðhöndlun ullarinnar

Verðskrá ullarvinnslu, 1. janúar 2019

100% íslenskt ullargarn

Hulduband er tvinnað band og eru u.þ.b. 100 metrar í 50 grömmum. Það hentar vel í léttari flíkur. Dvergaband er þrinnað band og eru u.þ.b. 100 metrar í 100 grömmum. Það hentar vel í þykkari flíkur. Dís er tvinnað band og eru u.þ.b. 450 metrar í 100 grömmum. Dvergasokkar er níðsterkt þrinnað band. Þá framleiðum við líka Tröllaband sem er mjög gróft og töff til dæmis í teppi. Hringdu eða sendu mér línu með ósk um lit, tegund og magn sem þig langar að kaupa og ég kanna hvort ég eigi garnið til. Ég tek vel á móti þér á huldauppspuni@gmail.com eða í síma: 8467199.

Verðlisti ullargarn. Gildir frá 01.01.2019