Skip to content

Verksmiðjan – Ullarþjónusta

Viltu fá garn úr ullinni af þinni eigin kind? Ekkert mál. Við reddum því.

Til að fá ull unna í band er einfaldast að hafa samband á póstfangið: huldauppspuni@gmail.com eða hringja í síma 846-7199 og við gerum samning um hvernig þú vilt fá ullina þína unna.

Ekki má senda ull til okkar nema hafa samband fyrst.

Um smáspunaverksmiðjuna

Við byrjum á að þvo ullina. Síðan eru 12 ólíkar vélar sem fullvinna fádæma mjúkt og yndislegt garn. Vélarnar koma frá fjölskyldufyrirtæki í Kanada, staðsettu á eyjunni Prince Edward Island við austurströnd landsins. Auk þvottavélar má finna tætara, hárskilju, kembivél, dráttarvél, tröllabandsvél, spunavél, tvinnara, hespuvindu, keiluvindu, dokkuvindu og gufuvél. Við notum eins umhverfisvæn efni og hægt er og forðumst kemísk efni við vinnsluna. Markmið okkar eru að nota hvert reifi til fulls og því reynum við að finna vörur sem gera má úr því hráefni sem ekki nýtist í garn. Okkar eigin ull sem ekki nýtist í garn notum við jafnvel sem áburð í garðinn.

Attachments

IcelandUSA
error: Content is protected !!