Skip to content

Vörurnar

Hér má finna ítarlegar útskýringar á vörum sem við framleiðum í Uppspuna og / eða höfum þar til sölu. Smelltu á viðkomandi mynd til að lesa meira.

Hulduband

Hulduband, tvinnað garn
Huldubandið er nefnt í höfuðið á huldukonunni. Það er spunnið úr ull af rangæskum kindum. Það er slitsterkt og yndislega mjúkt.

Dís

Dísin er fínust, eins og álfadísin sjálf. 100 grömm eru milli 440 og 480 metrar. Ávallt er valin lambsull í dísina til að fá sem mýksta hráefnið í hana.

Aðrar vörur

Við erum með margar skemmtilegar vörur í búðinni okkar. Allt handunnið og hver hlutur einstakur.

Tröllaband

Tröllabandið heitir í höfuðið á tröllunum. Það er þráðspunnið sem kallað er, en þá er ullin spunnin utan um þráð.

Álún

Þegar litað er með jurtum, þarf oftast nær að nota festi fyrir litinn. Það sem hefur gefist best er svokallað álún, sem er hvítt saltkennt duft.

Lyppur

Lyppurnar okkar eru gerðar úr 100% íslensk ull. Við veljum ull sem er falleg á litin, hrein og mjúk.

Dvergaband

Garnið er þriggja þráða, eða þrinnað eins og það er kallað. Það hentar ákaflega vel í þykkar peysur sem eiga að halda hita á fólki sem er mikið úti við.
EnglishIcelandUSA
error: Content is protected !!