Skip to content

Búðin – 100% íslensk ull

Við seljum 100% íslenskt ullargarn í búðinni okkar. Garnið er úr ullinni af kindunum okkar og unnið í smáspunaverksmiðjunni.  Það er í náttúrulegum fjölbreytileika sauðalitanna en fæst líka litað með jurtum eða litadufti. Við framleiðum ferns konar garn. Hulduband er tvinnað og eru 200 metrar í 100 grömmum. Dvergaband er þrinnað og eru 100 metrar í 100 grömmum. Dís er tvinnað og eru rúmir 400 metrar í 100 grömmum. Sokkaband er níðsterkt þrinnað band. Þá framleiðum við líka Tröllaband sem er mjög gróft og töff til dæmis í teppi. Ýmsan annan varning má líka finna í búðinni sem við höfum gert úr garninu okkar. Hver framleiðsla er einstök og óvíst að sami litur verði til í næstu framleiðslu.

Hringdu eða sendu mér línu með ósk um lit, tegund og magn sem þig langar að kaupa og ég kanna hvort ég eigi garnið til. Ég tek vel á móti þér á huldauppspuni@gmail.com eða í síma: 8467199.

Verðlisti. Gildir frá 01.01.2019

 

 

 

EnglishIcelandUSA
error: Content is protected !!