Shopping Cart

Ullarvinnsla

Til að fá eigin ull unna í band er einfaldast að hafa samband á póstfangið: huldauppspuni@gmail.com eða hringja í síma 846-7199 og við gerum samning um hvernig þú vilt fá ullina þína unna.

Ekki má senda ull til okkar nema hafa samband fyrst.

Leiðbeiningar um meðhöndlun heima

Reyfi af einni kind er 1,2 til 3,0 kíló að þyngd. Úr einu kílói af ull má reikna með að fá 600 – 900 grömm af tilbúnu garni, en það er alltaf eitthvað af ull sem fer frá í vélunum. Bæði í hárskiljunni og spunavélinni. 
Við viljum gjarnan fá 1 – 3 kíló af ull til vinnslu í sama lit. Eða eitt reyfi lágmark. Við rukkum lágmarksgjald fyrir vinnsluna, þannig að ef einungis eitt reyfi er unnið og það nær ekki kílói af garni, þá rukkum við samt fyrir 1 kíló.
Eins ef mörg reyfi eru send og það má ekki blanda þeim saman, þá rukkum við fyrir lágmark 500 gr, ef eitthvert reyfið nær ekki 500 gr.

Best er að kindin sé rúin að hausti sama dag og hún er tekin á hús. Gott er að velja þurrt veður til að taka á hús og rýja, svo ullin sé full af lofti og tandurhrein.

Setjið saman í poka þá ull sem má fara saman í garn. Kartöflupokar eru mjög heppilegir og taka eitt til tvö reyfi. Einnig má nota ruslapoka, en þá er gott að stinga göt á pokana til að fá loftun.

Líða þurfa að minnsta kosti 14 dagar frá því kindin var rúin og þar til ullin kemur til okkar, vegna sauðfjárveikivarna. Hún má ekki vera geymd í fjárhúsinu þann tíma. Gott er að geyma hana í bílskúr eða skemmu fjarri umgangi sauðfjár.
 Merkið pokana vel og setjið símanúmer og / eða netfang á miða ofan í pokann. Gott er að fá helstu óskir skrifaða á miðann. 
Þegar byrjað er að vinna ullina, höfum við samband við ullareigandann – annað hvort í tölvupósti eða símleiðis.

 

Eftir að ullin er komin í hús til okkar fer hún í röð þeirra sem hafa skilað inn ull til vinnslu. Búast má við einhverri bið og fer biðin eftir biðlista hverju sinni. Ef svart og hvítt kemur til okkar ásamt fleiri litum, verður biðin aðeins lengri, því við veljum að geyma þá liti fyrir nákvæma hreinsun á vélunum sem er gerð reglulega. 

Vinnsla á geitafiðu.

Við tökum við geitafiðu til vinnslu fyrir viðskiptavini.  Ekki er tekið við minna en 500 grömmum til vinnslu frá hverjum og einum, en við kaupum líka fiðu af geitabændum. Verðið fer eftir gæðum fiðunnar hverju sinni.
Þegar við vinnum geitafiðu verðum við að blanda ull saman við til að auðvelda spunann. Oftast eru notuð um 20% af ull til íblöndunar og þarf að koma með hana með geitafiðunni. Við höfum einnig úrvals lambsull sem hægt er að kaupa af okkur og nota til að blanda við fiðuna.

Verðskrá fyrir ullarvinnslu

Mikil óhreinindi í ullinni tefja vinnuna og þá bætist við óhreinindagjald sem er 850 kr. á kíló.
Sé ullin mikið þófin eða mikil óhreinindi í henni áskiljum við okkur rétt til að hafna vinnslu hennar og endursenda á kostnað eiganda.

Hafið samband

Error: Contact form not found.